Kristrún Guðnadóttir og Sturla Snær Snorrason verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Peking í Kína sem fer fram á morgun.
Líkt og á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar verða fánaberar hvers lands tveir, ein kona og einn karl.
Íslenski hópurinn mun að öllum líkindum ganga inn á leikvanginn um miðbik athafnarinnar þar sem inngangan raðast eftir kínverska stafrófinu.
Kristrún keppir í sprettgöngu kvenna á leikunum í ár í fyrsta sinn en Sturla Snær, sem tekur þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum keppir í svigi og risasvigi.