Á Vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun var keppt um fyrstu verðlaun leikanna. Í 15 kílómetra skíðagöngu kvenna var það hin norska Therese Johaug sem krækti í fyrstu gullverðlaunin.
Hin rússneska Natalia Nepryaeva hlaut silfurverðlaun og Austuríkiskonan Teresa Stadlober hafnaði í þriðja sæti og nældi sér þar með í bronsverðlaun.
Johaug kom í mark á 44:13,7 mínútum og var talsvert á undan Nepryaeva og Stadlober, eða rúmri hálfri mínútu.
Nepryaeva kom í mark á 44:43,9 mínútum og Stadlober var skammt undan á 44:44,2 mínútum.