Hollenska skautakonan Irene Schouten vann til gullverðlauna með glæsibrag í 3.000 metra skautahlaupi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun þar sem hún sló 20 ára gamalt ólympíumet í leiðinni.
Schouten kom í mark á 3:56,93 mínútum og bætti fyrra met, 3:57,30, frá árinu 2002 um tæpa hálfa sekúndu.
Í öðru sæti var hin ítalska Francesca Lollobrigida sem tryggði sér silfrið með því að koma í mark á 3:58,06 mínútum.
Í þriðja sæti var Isabelle Weidemann frá Kanada. Kom hún í mark á 3:58,64 mínútum og krækti í sögulega bronsverðlaun.
Verðlaun Weidemann voru söguleg fyrir þær sakir að um var að ræða 200. medalíuna sem Kanada vinnur til á Vetrarólympíuleikum.