Signa of skítug fyrir þríþraut

Guðlaug Edda
Guðlaug Edda Ljósmynd/Þríþrautarsambandið

Borgaryfirvöld í París hafa staðfest að ekki sé óhætt að synda í ánni Signu eins og staðan er í dag en ráðgert er að synt verði í ánni í þríþrautarkeppni Ólympíuleikana í næsta mánuði. Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir fyrir Íslands hönd í þríþraut.

Mikilli rigningu er kennt um stöðuna í ánni en bakteríur á borð við e.coli er að finna í ánni sem er afar heilsuspillandi og ekki geðslegt að synda í. Forsvarsmenn mótsins munu fresta þríþrautarkeppninni verði áin ekki nægilega hrein, ekki verði fundinn annar vettvangur fyrir sundið.

Guðlaug Edda tjáði sig um ástandið í Signu í samtali við Bjarna Helgason í hlaðvarpinu Fyrsta sætinu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert