Lyles sigraði í Bandaríkjunum

Noah Lyles er sigurstranglegur í París í sumar
Noah Lyles er sigurstranglegur í París í sumar AFP

Noah Lyles hljóp hundrað metrana á 9,83 sekúndum í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Silfurverðlaunahafinn frá síðasta heimsmeistaramóti kemst ekki á leikana í ár.

Lyles er heimsmeistari í hundrað, tvöhundruð og fjögurhundruð metra hlaupum jafnaði sinn besta tíma en Kenny Bednarek var ekki langt undan í öðru sætinu á 9,86 sekúndum og Fred Kerley þriðji á 9,88. 

Christian Coleman varð fjórði og fær ekki þáttökurétt þar sem hvert land má einungis senda þrjá fulltrúa. Hann mun þó að öllum líkindum vera í boðhlaupssveit Bandaríkjanna ásamt hinum þremur 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert