Snæfríður keppir á ÓL

Snæfríður Sól Jórunnardóttir er á leið til Parísar
Snæfríður Sól Jórunnardóttir er á leið til Parísar Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðfest að Snæfríður Sól Jórunnardóttir sé komin með þáttökurétt á Ólympíuleikunum í París í sumar. Snæfríður keppir í 100 og 200 metra skriðsundi.

Snæfríður, sem keppir fyrir Sundfélag Álaborgar, er á leið á sína aðra Ólympíuleika en hún tók einnig þátt í Tókýó árið 2021. Hún hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á nýafstöðnu Evrópumóti í sundi.

Auk Snæfríðar keppir Anton Sveinn McKee í 200 metra bringusundi, Guðlaug Edda Hannesdóttir í þríþraut og Hákon Þór Svavarsson í skotfimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert