Ólympíufari í fjögurra ára bann

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint AFP/Osvar Del Pozo

Bandaríski sundmaðurinn Michael Brinegar hefur verið úrskurðaður í fjögurra ára keppnisbann fyrir ólöglega lyfjanotkun. Brinegar keppti í 800 og 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Óeðlilega há gildi fundust í blóði kappans í prufum síðan í júlí, ágúst og september á síðasta ári en var fundinn saklaus af notkun ólöglegra efna í íþróttadómstól Bandaríkjanna. Bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) afrýjaði úrskurðinum og í endurupptöku málsins var Brinegar fundinn sekur.

Brinegar er sonur Jennifer Hooker Brinegar sem keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum árið 1976 í Montreal en á þeim leikum hefur verið sannað að austur-þýska keppnisliðið notaði ólögleg lyf til að bæta frammistöðuna á leikunum.

„Sem sonur Ólympíufara sem keppti gegn austur-þýsku liði sem dópaði kerfisbundið stríðir það gegn öllum mínum gildum að svindla með slíkum hætti“. Sagði Brinegan á Instagram síðu sinni þegar dómurinn var opinberaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert