Ingeborg á Paralympics

Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir á Paralympics.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir á Paralympics. Ljósmynd/Ingeborg Eide

Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir tekur þátt í Ólympíumóti fatlaðra í París í sumar en Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) staðfesti það. Hún er fyrsta frjálsíþróttakonan en fjórir sundmenn hafa þegar tryggt sér þáttökurétt.

Góður árangur Ingeborgar á tímabilinu tryggir henni þáttöku á Paralympics en hún tekur þátt í Íslandsmóti íþróttafélags fatlaðra um helgina.

Langstökkvarinn Stefanía Daney Guðmundsdóttir á einnig góða möguleika á að tryggja sér farseðilinn til Parísar en það kemur í ljós á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert