Sú sigursælasta fer á ÓL

Simone Biles
Simone Biles AFP/Stacy Revere

Simone Biles tryggði sér þáttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París í lok sumars með sigri á úrtökumóti bandaríska fimleikasambandsins. Biles hefur unnið til fjögurra gullverðlauna á Ólympíuleikum en glímdi við andleg veikindi á leikunum í Tókýó 2021.

Biles er sigursælasti fimleikamaður allra tíma og framkvæmdi sína frægustu æfingu, Yurchenko double pike, þekkt sem Biles II í höfuðið á henni. Biles dró sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum vegna andlegra kvilla og tók sér pásu frá keppni í tæp tvö ár á meðan hún vann í sínum málum.

Biles er elsta konan sem keppir fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum í fimleikum síðan á sjötta áratugi síðustu aldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert