Enginn öruggur á ÓL

Erna Sóley Gunnarsdóttir
Erna Sóley Gunnarsdóttir Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Enginn íslenskur frjálsíþróttamaður náði að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í gegnum stöðu á heimslista. Íslendingar þurfa að treysta á forföll hjá aðilum ofar á lista til að eygja von um þáttöku á leikunum í frjálsum íþróttum.

Fimm einstaklingar voru nálægt því að tryggja sér sæti í kastgreinum en þrjátíu og tveir efstu á heimslistanum öðlast þáttökurétt á Ólympíuleikunum.

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir komst næst því en hún er í 34. sæti og einungis átta stigum frá 32. sæti. Elísabet Rut Rúnarsdóttir, sleggjukasti, er í 36. sæti. Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson er í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason í því 38.

Boð á leikana verður sent sérsamböndum þjóða þeirra sem náð hafa lágmarksárangri en ekki er víst að allir þekkist boðið. Meiðsli geta spilað inn í og einnig fjöldi keppenda frá hverri þjóð en líklegt er að fréttir þess efnis berist í hádeginu á fimmtudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert