Fimm staðfestir ólympíufarar

Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí.
Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí. AFP/Joel Saget

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands staðfesti í dag að keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París í sumar yrðu fimm talsins.

Þetta eru sundfólkið Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir, haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir.

Ólympíuleikarnir hefjast í París föstudaginn 26. júlí og þeim lýkur sunnudaginn 11. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert