Eftirvænting í París

Noah Lyles er sigurstranglegur í 100 metra hlaupinu.
Noah Lyles er sigurstranglegur í 100 metra hlaupinu. AFP/Benjamin Cremel

Ólympíuleikarnir í París verða formlega settir föstudaginn 26. júlí en keppt verður í kvennaflokki í handbolta strax á morgun.

Einn af hápunktum Ólympíuleikanna er keppni í frjálsíþróttum og má búast við magnaðri keppni á Stade de France-vellinum, en keppnin í frjálsum stendur yfir frá 1. ágúst til 11. ágúst. Hér fyrir neðan verður farið yfir nokkrar greinar þar sem eftirvæntingin er sérlega mikil.

Eftirvæntingin fyrir 100 metra hlaup á Ólympíuleikunum er alltaf gríðarleg og á því verður engin breyting á í París. Þar er Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles líklegur til afreka. Hann vann þrenn gullverðlaun á HM í fyrra og stefnir á fjögur gull á ÓL.

Hann ætlar sér einnig gull í 200 metra hlaupi, 4x100 metra hlaupi og 4x400 metra hlaupi. Jamaíkumaðurinn Kishane Thompson á besta tíma ársins í 100 metra hlaupi og mun væntanlega veita honum harða samkeppni, sem og Ferdinand Omanyala frá Kenía. Ríkjandi ólympíumeistarinn Marcell Jacobs hefur verið nokkuð á eftir áðurnefndum hlaupurum og því ólíklegt að hann verji ólympíumeistaratitilinn.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert