Flugeldum kastað í átt að leikmönnum Argentínu

Lögreglan kom inn á völlinn til að taka áhorfendur út …
Lögreglan kom inn á völlinn til að taka áhorfendur út af. AFP/Arnaud Finistre

Argentína og Marokkó mættust í fyrsta leik B-riðils á Ólympíuleikunum í París í dag þar sem allt sauð upp úr undir lokin.

Marokkó var 2:1 yfir þegar Argentína skoraði mark í uppbótartíma og stuðningsmenn Marokkó trylltust en 15 mínútum var bætt við. Nokkrir hlupu inn á völlinn og flugeldum og vatnsflöskum var kastað inn á í átt að leikmönnum Argentínu.

Flöskum var kastað inn á völlinn.
Flöskum var kastað inn á völlinn. AFP/Arnaud Finistre

Leikurinn var stöðvaður í um tvær klukkustundir en var flautaður aftur á með enga áhorfendur. Þegar hann byrjaði aftur var markið tekið af Argentínu eftir VAR skoðun og loka niðurstöður 2:1 fyrir Marokkó.

Julian Alvarez með boltann gegn Benjamin Bouchouari, þegar leikurinn var …
Julian Alvarez með boltann gegn Benjamin Bouchouari, þegar leikurinn var flautaður aftur á. AFP/Arnaud Finistre
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert