Frakkland skoraði þrjú gegn Bandaríkjunum í knattspyrnukeppninni á Ólympíuleikunum í París í kvöld.
Karlamegin keppa lið 23 ára og yngri auk þess sem þrír eldri leikmenn eru heimilaðir en tveir slíkir skoruðu mark í dag.
Staðan var 0:0 í hálfleik en 33 ára gamli Alexandre Lacazette kom Frakklandi yfir á 61. mínútu. Michael Olise skoraði svo annað mark liðsins og 24 ára gamli Loic Badé skoraði þriðja mark Frakklands á 85. mínútu.
Frakkland er í fyrsta sæti riðilsins en í öðru en Nýja Sjálandi og Gínea er í þriðja og Bandaríkin á botninum eftir fyrstu umferð.