Ólympíuleikarnir eru hafnir

Úsbekar fagna eftir að Eldor Shomurodov jafnaði óvænt gegn Spáni …
Úsbekar fagna eftir að Eldor Shomurodov jafnaði óvænt gegn Spáni en leikur liðanna stendur yfir í París. AFP/Franck Fife

Ólympíuleikarnir 2024 hófust fyrir rúmum klukkutíma þegar flautað var til leiks í tveimur fyrstu knattspyrnuleikjunum.

Keppni í liðsíþróttum hefst oft einum til  tveimur dögum fyrir setningu Ólympíuleika og þannig er þetta nú en fyrsta umferðin í knattspyrnukeppni karla er í dag ásamt því að sjö manna rugby fer af stað.

Liðsíþróttirnar fara fram víða um Frakkland og þannig var flautað til leiks Argentínu og Marokkó klukkan 13 í St. Étienne, einmitt þar sem Ísland lék sinn fyrsta leik, gegn Portúgal, í hinni sögulegu Evrópukeppni árið 2016.

Hinn leikurinn, á milli Spánar og Úsbekistan, fer fram í París.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert