Holland hafði betur gegn Angóla

Angela Malestein fagnar ásamt liðsfélögum sínum sigrinum gegn Angóla í …
Angela Malestein fagnar ásamt liðsfélögum sínum sigrinum gegn Angóla í dag. AFP/Aris Messinis

Holland vann Angóla í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hollendinga, 34:31 en munurinn í hálfleik var eitt mark, 19:18 Hollandi í vil.

Leikurinn var fyrsti leikur B-riðils mótsins. Angela Malestein og Estevana Polman skoruðu átta mörk hvor fyrir Holland og Dione Housheer sjö. 

Auk Hollands og Angóla leika Brasilíumenn, Frakkar, Ungverjar og Spánverjar í B-riðli mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert