Kjötið kláraðist í þorpinu

Ólympíuleikarnir byrja brösulega
Ólympíuleikarnir byrja brösulega AFP/Paul Ellis

Jesper Jensen, þjálfari kvennalandsliðs Dana í handbolta, er óánægður með mötuneytið í Ólympíuþorpinu. Langar raðir á hlaðborðin og lítill matur fara í taugarnar á Jensen.

„Þetta er undarlegur veruleiki miðað við ástæðurnar fyrir því að við erum mætt hingað. Fólk hefur undirbúið sig í fjögur ár og svo er einn mikilvægasti þátturinn, mataræðið, langt undir væntingum og það er óþolandi,“ sagði þjálfarinn við TV 2 Sport í Danmörku.

Jensen lenti í því á þriðjudagskvöld að kjötið kláraðist á borðunum og eitt þúsund íþróttamenn máttu sætta sig við aðra kosti.

„Sem betur fer gildir það sama um alla, en þetta er fúlt engu að síður. Engu að síður finnum við nú á þriðja degi í þorpinu að það er verið að betrumbæta umgjörðina stöðugt. Matartjaldið er ennþá vandamál en það lagast vonandi fljótt.“

Mie Højlund leikmaður Danmerkur
Mie Højlund leikmaður Danmerkur AFP/Aris Messinis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert