Stórsigur Dana í fyrsta leik

Helena Elver fær óblíðar móttökur frá slóvensku vörninni í morgun.
Helena Elver fær óblíðar móttökur frá slóvensku vörninni í morgun. AFP/Aris Messinis

Danir sigruðu Slóvena í fyrsta leik liðanna í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í París. Lokatölur 27:19 en þetta var fyrsti leikur Slóveníu á Ólympíuleikum.

Danir leiddu í hálfleik 14:11 og sigldu öruggum sigri í höfn en munurinn milli liðanna var mest tíu mörk í síðari hálfleiknum. 

Emma Friis og Trine Østergaard voru markahæstar í liði Dana en Althea Reinhardt varði þrettán skot í markinu með Line Haugstad og Rikke Iversen í miklum ham í vörninni fyrir framan sig.

Danir mæta Noregi á sunnudag en Þórir Hergeirsson er þjálfari Norðmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert