Ísland og Ísrael saman á báti

Ísraelskur íþróttamaður tekur sjálfu um borð í bátnum sem mun …
Ísraelskur íþróttamaður tekur sjálfu um borð í bátnum sem mun flytja fulltrúa Íslands og Ísraels niður ána Signu á eftir. AFP/Nir Elias

Hálftími er í að setningarathöfn Ólympíuleikanna 2024 hefjist á Signubökkum í París en þar mun íþróttafólkið og þeirra  fylgdarlið sigla niður ána Signu á bátum.

Þar munu Ísland og Ísrael deila báti en samkvæmt upplýsingum mbl.is verða aðeins þessar tvær þjóðir í viðkomandi báti.

Þetta kemur til af niðurröðun í stafrófsröð þar sem Ísland og Ísrael eru hvort á eftir öðru.

Uppfært:
Ítalía og Jamaíka reyndust síðan vera þriðja og fjórða þjóðin á bátnum þegar siglt var niður Signu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert