Langar biðraðir fyrir setningarathöfnina

Varðbátar lögreglu sigla eftir Signu en sjá má hluta af …
Varðbátar lögreglu sigla eftir Signu en sjá má hluta af áhorfendapöllunum sem reistir hafa verið fyrir setningarathöfnina. AFP/Ricardo Mazalan

Setningarathöfn Ólympíuleikanna í París hefst klukkan 17.30 en þar hafa nú fjölmargir áhorfendur þurft að bíða í röðum við bakka árinnar Signu langtímum saman.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is hafa ekki farið varhluta af þessu en þeir hafa þurft að bíða í langan tíma eftir því að komast á sín svæði við ána.

AFP segir að mörg hliðanna að svæðinu hafi verið opnuð einum til tveimur tímum seinna en áætlað var þar sem starfsfólkið hafi ekki verið búið að fá afhenta skanna til að taka við aðgöngumiðunum.

Um 300 þúsund manns verða viðstaddir athöfnina sem verður einstök í sinni röð en íþróttafólkið mun sigla á bátum niður ána í stað þess að gengið sé inn á íþróttaleikvanginn á hefðbundinn hátt.

Hellidemba skall á París núna síðdegis en síðan stytti aftur …
Hellidemba skall á París núna síðdegis en síðan stytti aftur upp. Áhorfendur sem farnir voru að koma sér fyrir spenntu regnhlífarnar. AFP/Morry Gash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert