Opnunarhátíðin á Signu

Champ-de-Mars í París. Kepp verður í blindrafótbolta á þessum velli.
Champ-de-Mars í París. Kepp verður í blindrafótbolta á þessum velli. AFP/Cristophe Petit Tesson

Ólympíuleikarnir verða settir formlega síðdegis í dag en ólíkt hefðbundnum setningarathöfnum fer hún ekki fram á íþróttaleikvangi. Íþróttafólkið siglir með bátum niður ánna Signu.

Næstum hundrað bátar munu ferja yfir tíu þúsund íþróttamenn sex kílómetra spöl niður ána frá Austerlitz brúnni og að Eiffel turninum. Siglt verður framhjá Notre Dame kirkjunni frægu og Pont Neuf brúnni.

Bátarnir munu einnig sýna sögu og menningu Frakklands og Parísarborgar en Lady Gaga og Celine Dion munu taka lagið. Aðrir skemmtikraftar og viðburðir athafnarinnar eru leyndarmál.

Grikkir sigla fremstir en hefð er fyrir því að upprunaland leikana leiði hópinn. Körfuboltamaðurinn Giannis Antetekoumnpo er fánaberi Grikklands. Því næst kemur Ólympíulið flóttamanna en Frakkar reka lestina.

Celine Dion tekur lagið á setningarathöfn Ólympíuleikana í París í …
Celine Dion tekur lagið á setningarathöfn Ólympíuleikana í París í kvöld AFP/ Alice Chiche
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert