Snoop Dogg ber kyndilinn

Snoop Dogg með kyndilinn í París í dag
Snoop Dogg með kyndilinn í París í dag AFP/Stephane De Sakutin

Bandaríski rapparinn Snoop Dogg gengur nú með Ólympíueldinn um götur Parísar.

Rapparinn góðkunni tók við kyndlinum í morgun en eldurinn var að venju kveiktur í borginni Ólympíu í Grikklandi áður en ferðast er með hann um víðan völl. 

Töluvert af frægu fólki hefur tekið þátt í að bera kyndilinn til Parísar en auk Snoop Dogg hafa Arsene Wenger, leikkonan Halle Berry og Formúlu 1 ökumaðurinn Charles Leclerc hlaupið með hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert