„Samsæri gegn kínversku sundfólki“

Haiyang Qin frá Kína.
Haiyang Qin frá Kína. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Kínverski sundmaðurinn Qin Haiyang er ósáttur með tíð lyfjapróf á Ólympíuleikunum í París og sagði þau vera hluta af „samsæri hjá Evrópu og Bandaríkjunum“ til þess að trufla kínverska liðið í loka undirbúningnum.

Kínverska liðið hefur farið að meðaltali fimm til sjö sinnum í lyfjapróf á fyrstu tíu dögum liðsins í Frakklandi.

„Þetta sannar það að liðin frá Evrópu og Bandaríkjunum finnst ógn af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin Haiyang á samfélagsmiðlum.

„Þetta eru brögð til þess að trufla undirbúning okkar og ná okkur úr jafnvægi en það mun ekki virka. Þegar þú ert með hreina samvisku þá óttast þú ekki rógburð. Ég og liðsfélagar mínir munum standast pressuna og vinna fleiri medalíur til að þagga niður í þeim sem efast okkur,“ skrifaði heimsmetahafinn Qin Haiyang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert