Spánn vann Slóveníu í spennandi leik

Leikmenn Spánar að fagna sigrinum í morgun.
Leikmenn Spánar að fagna sigrinum í morgun. AFP/Aris Messinis

Spánn hafði betur gegn Slóveníu, 25:22, í fyrsta leik í A-riðli karla í handbolta í morgun á Ólympíuleikunum í París.

Spánn var þremur mörkum undir í hálfleik, 11:8 en náði að jafna í 14:14, komst svo yfir í 17:16 og hélt forystunni út leikinn.

Aleix Gómez var markahæsti leikmaður Spánar með sjö mörk úr níu skotum og á eftir honum var Daniel Dujshebaev með fimm mörk úr átta skotum. Gonzalo Pérez de Vargas var með 43% markvörslu.

Dean Bomba var markahæstur fyrir Slóveníu með fimm mörk úr sex skotum og á eftir honum var Tilen Kodrin með fjögur mörk úr fimm skotum en hann er leikmaður Gummersbach sem Guðjón Valur  Sig­urðsson stýrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert