Þjálfari Kanada í eins árs bann

Bev Priestman hefur verið úrskurðuð í eins árs bann.
Bev Priestman hefur verið úrskurðuð í eins árs bann. Ljósmynd/CIBC

Bev Priestman, þjálfari kvennalandsliðs Kanada í knattspyrnu, hefur verið úrskurðuð í eins árs bann frá fótbolta. 

Kanadíska knattspyrnusambandið sendi Priestman heim af Ólympíuleikunum eftir að upp komst um njósnir þjálfarateymis hennar með drónum um fyrstu mótherjana á leikunum, Nýsjálendinga.

Þá hefur FIFA gripið inn í og úrskurðað hana í eins árs bann frá fótbolta eftir að í ljós kom að hlutverk hennar í tengslum við njósnirnar var stærra en áður var ætlað. 

Einnig verða sex stig dregin af liði Kanada. Þá verður knattspyrnusambandið sektað um 175 þúsund pund og forráðamenn þess Joseph Lombardi og Jasmine Mander einnig sett í eins árs bann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert