Vésteinn: Það fylgdi því ofboðsleg pressa

Vésteinn Hafsteinsson fyrir utan ólympíuþorpið í París.
Vésteinn Hafsteinsson fyrir utan ólympíuþorpið í París. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vésteinn Hafsteinsson hefur komið sterkur inn í íslenskt íþróttalíf en hann starfar sem afreksstjóri ÍSÍ. Áður en hann flutti til Íslands og hóf að vinna fyrir ÍSÍ þjálfaði hann kringlukastara í allra fremstu röð.

Svíinn Daniel Ståhl varð Ólympíumeistari í Tókýó undir handleiðslu Vésteins og Simon Pettersson varð annar á sömu leikum. Ståhl varð heimsmeistari í þrígang á meðan Vésteinn þjálfaði hann.

„Mér líður betur núna. Ég hef mikið verið að þjálfa og það er svakalega stressandi að vera með sigurstranglegasta keppandann bæði 2016 og aftur 2021. Það fylgdi því ofboðsleg pressa.

Nú finnst mér gaman að vinna fyrir Ísland. Ég er stoltur yfir því og með hjartað heima. Ég stefni hátt með Ísland,“ sagði Vésteinn við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert