Bráðkvaddur í ólympíuþorpinu

Lionel Fatupaito, lengst til hægri, er látinn.
Lionel Fatupaito, lengst til hægri, er látinn. Ljósmynd/Instagram-síða Lionel Fatupaito

Þjálfarinn Lionel Fatupaito var bráðkvaddur í ólympíuþorpinu á föstudag en hann þjálfaði hnefaleikalandslið Samóa.

Fatupaito var sextugur. Hafði hann kvartað undan verkjum rétt fyrir setningarathöfnina og var honum komið upp í þorpið í kjölfarið, þar sem hann fór í hjartastopp.

Þrátt fyrir snögg viðbrögð viðstaddra tókst ekki að bjarga lífi Fatupaito.

Hnefaleikamaðurinn Ato Plodzicki-Faogali minntist þjálfarans á Facebook í dag.

„Ég hitti hann fyrst þegar ég var 15 ára. Hann var ljúfur maður sem var alltaf til í að hjálpa. Ég mun sakna þín og það er sárt að við fáum ekki að taka fyrsta bardagann á Ólympíuleikum saman,“ skrifaði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert