Breti og Bandaríkjamaður deildu silfrinu

Frá vinstri, Adam Peaty, Nicolo Martinenghi ólympíumeistari og Nic Fink.
Frá vinstri, Adam Peaty, Nicolo Martinenghi ólympíumeistari og Nic Fink. AFP/Manan Vatsyatana

Ítalinn Nicolo Martinenghi varð ólympíumeistari í 100 metra bringusundi í París í kvöld. 

Anton Sveinn McKee endaði í 25. sæti í keppninni og komst ekki í undanúrslit. 

Mjög svo litlu mátti muna á Martinenghi og Bretanum Adam Peaty og Bandaríkjamanninum Nic Fink en þeir enduðu saman í öðru sætinu. 

Martinhenghi kom í mark á tímanum 59,03 sekúndur en Peaty og Fink komu í mark á tímanum 59,05 sekúndur, eða tveimur sekúndubrotum síðar. 

Fjórði varð Þjóðverjinn Melvin Imoudu og fimmti landi hans Lucas Matzerath. 

Ítalinn Nicolo Martinenghi knúsar Bretann Adam Peaty eftir sundið.
Ítalinn Nicolo Martinenghi knúsar Bretann Adam Peaty eftir sundið. AFP/Sebastin Bozon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert