Snæfríður Sól komst áfram

Snæfríður Sól í lauginni í dag.
Snæfríður Sól í lauginni í dag. Kristinn Magnússon

Snæfríður Sól Jórunnardóttir var fimmtánda inn í undanúrslit í 200 metra skriðsundi  á Ólympíuleikunum í París í dag.

Hún var í þriðja riðli af  fjórum í undanrásum og varð þar í fimmta sæti af átta keppendum á 1:58.32 en Íslandsmetið sem Snæfríður sló á  EM í Belgrad í Serbíu er 1:57,85.

Hún keppir því aftur í undanúrslitum klukkan 19:50 í kvöld en þar berjast sextán bestu sundkonurnar um átta sæti í úrslitasundinu sem fer fram annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert