Spænsku stjörnurnar fóru vel af stað

Carlos Alcaraz og Rafael Nadal í leiknum í gær.
Carlos Alcaraz og Rafael Nadal í leiknum í gær. AFP/Martin Bernetti

Spænsku tennisleikararnir Rafael Nadal og Carlos Alcaraz fóru vel af stað í tvíliðaleik karla á Ólympíuleikunum í París í gær.

Þeir sigruðu Andres Molteni og Maximo Gonzalez frá Argentínu 7:6 (7:4) 6:4 á  Phillipe Chatrier vellinum í París í gær.

Nadal var fyrirmynd Alcaraz þegar hann var yngri en Nadal er 38 ára og Alcaraz er 21 árs gamall. Nadal er tvöfaldur Ólympíumeistari en hann vann einliðaleikinn í Tókýó 2008 og tvíliðaleik með Marc López í Ríó 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert