Vésteinn: Leyfum stóru þjóðunum að væla

Vésteinn fyrir utan ólympíuþorpið í París.
Vésteinn fyrir utan ólympíuþorpið í París. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér líður vel. Það er góð stemning í hópnum okkar og það eru allir á góðum stað,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ í samtali við mbl.is frá Ólympíuleikunum í París þar sem hann spilar stórt hlutverk á bakvið tjöldin hjá íslenska teyminu.

Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska hópnum á þeim stutta tíma sem hann hefur verið í París.

„Það hefur verið svolítið rútuvesen. Rúturnar hafa komið á vitlausum tímum og rútubílstjórarnir vita stundum ekki hvert þeir eiga að fara. Það er leiðinlegt fyrir íþróttafólkið að geta ekki farið á æfingar á réttum tíma.

Annað hefur verið í flottu lagi. Sundfólkið okkar er á góðum stað, æft vel og svo er sundlaugin mjög góð. Við erum svo með sjúkraþjálfara, nuddara, lækni og sálfræðing. Íþróttafólkið er í stöðugri meðhöndlun,“ sagði Vésteinn.

Hann hefur lítinn áhuga á að vera að kvarta og horfir frekar fram á veginn.

„Ég hef alltaf litið þannig á að við eigum ekki að eyða orku í hluti sem við höfum stjórn á. Við erum alltaf með plan B, okkar eigin bíla og Uber.

Ég er sjálfur þjálfari og fyrir mér er mikilvægast að ná árangri í íþróttum. Við finnum lausnir á öllu veseni sem kemur upp. Ég er voðalega lítið fyrir að væla yfir einhverju sem við höfum ekki stjórn á. Leyfum stóru þjóðunum að gera það,“ sagði Vésteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert