Egyptar eitt besta lið heims

Nikolaj Jacobsen blæs tyggjókúlu í leik Dana og Frakka á …
Nikolaj Jacobsen blæs tyggjókúlu í leik Dana og Frakka á laugardag. AFP/Damien Meyer

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, segir Egypta vera eitt besta lið heims um þessar mundir. Danir unnu Frakka í fyrsta leik liðsins á ÓL.

Egyptar unnu einnig sinn fyrsta leik gegn Ungverjum, 35:32, þar sem Egyptar hófu leikinn af miklum krafti. Líkamlegir burðir Egypta minna Jacobsen á Frakka.

„Þetta er líkamlega sterkt og gott lið með frábæra leikmenn. Þetta er eitt af bestu liðum heims. Við þurfum að hafa báða fætur á jörðinni“. Sagði Jacobsen.

Danir og Egyptar mættust í frægum leik í átta liða úrslitum HM 2021 í Kaíró. Þar höfðu Danir betur í dramatískum leik eftir vítakastkeppni.

Leikur Dana og Egypta hefst klukkan 12 að hádegi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert