Góður sigur Svía

Oscar Bergendahl skorar eitt af fimm mörkum sínum í dag.
Oscar Bergendahl skorar eitt af fimm mörkum sínum í dag. AFP/Aris Messinis

Svíþjóð sigraði Spán í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París nú síðdegis. Lokatölur 29:26.

Staðan var jöfn, 11:11, í hálfleik en Svíar sýndu styrk sinn í síðari hálfleik og unnu nokkuð sannfærandi að lokum. Mestur var munurinn sex mörk, 28:22, en Spánverjar náðu að laga stöðuna undir lokin.

Lucas Pellas, Oscar Bergendahl og Sebastian Karlsson skoruðu allir fimm mörk fyrir Svíþjóð og Tobias Thulin varði fimmtán skot og var með 38% hlutfallsmarkvörslu. Daniel Fernandez var markahæstur Spánverja með sjö mörk og Aleix Gomez skoraði sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert