Hræðileg byrjun Frakka á heimavelli

Reynsluboltinn Nikola Karabatic, einn besti handboltamaður allra tíma, hundsvekktur.
Reynsluboltinn Nikola Karabatic, einn besti handboltamaður allra tíma, hundsvekktur. AFP/Aris Messinis

Ólympíu- og Evrópumeistarar Frakka eru enn án stiga á heimavelli í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París eftir tap fyrir Noregi, 27:22, í dag.

Frakkar eru í neðsta sæti riðilsins án stiga líkt og Ungverjaland og Argentína en þau mætast í kvöld. 

Egyptaland er með tvö stig í þriðja sæti og Danmörk og Noregur eru með fullt hús stiga eða fjögur stig í fyrsta og öðru sæti. 

Norðmenn voru mun betri í leik dagsins og settu tóninn snemma. Í hálfleik var norska liðið fimm mörkum yfir, 16:11, og hélt þeirri forystu mestmegnis í seinni hálfleik. 

Norðmenn voru frábærir í dag.
Norðmenn voru frábærir í dag. AFP/Aris Messinis

Alexander Blonz skoraði sjö mörk fyrir Norðmenn en Tobias Gröndahl og Simen Ulstad skoruðu fimm. 

Dika Mem skoraði þá 10 mörk fyrir Frakka og var langmarkahæstur hjá liðinu. 

Frakkar mæta Egyptum í næsta leik en Norðmenn mæta Ungverjum. Efstu fjögur liðin fara áfram í átta liða úrslit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert