Munaði tveimur sekúndubrotum

Rúmeninn David Popovici er ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi.
Rúmeninn David Popovici er ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi. AFP/Jonathan Nackstand

David Popovici frá Rúmeníu varð þá ólympíumeistari í æsispennandi 200 metra skriðsundi í París í kvöld. Hann kom í mark á tímanum 1:44,72 mínútur. 

Annar í mark varð Bretinn Matthew Ricahards en hann var aðeins tveimur sekúndubrotum á eftir Popovici. 

Þriðji í mark varð síðan Bandaríkjamaðurinn Luke Hobson. Hann synti í mark á tímanum 1:44,79, því sjö sekúndubrotum á eftir Popovici. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert