Síðustu leikar Antons: Aldrei verið þannig áður

Anton Sveinn McKee
Anton Sveinn McKee mbl.is/Kristinn Magnússon

Anton Sveinn McKee er á sínum fjórðu og síðustu Ólympíuleikum en hann hefur verið fremsti sundmaður Íslands um árabil. Anton hefur lagt líf og sál í sundferilinn síðustu áratugi og er klár í að taka næsta skref í lífinu.

„Maður er orðinn spenntur fyrir öðrum hlutum í lífinu sem þetta afreksmannalíf býður ekki upp á. Maður finnur á sér að maður er tilbúinn að gera eitthvað annað. Það hefur aldrei verið þannig áður,“ sagði Anton í samtali við mbl.is.

Ólympíuleikar eru á fjögurra ára fresti og því mikil skuldbinding sem myndi fylgja því að ætla sér á fimmtu leikana í Los Angeles eftir fjögur ár.

„Þetta er skuldbinding til fjögurra ára í senn og andlega álagið sem fylgir þessu vegur þyngst. Allar ákvarðanir í lífinu hafa verið teknar í kringum að reyna að standa sig eins vel í þessu og hægt er,“ sagði Anton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert