Tók ólympíumetið af heimsmethafanum

Mollie O'Callaghan á nýja ólympíumetið í 200 metra skriðsundi kvenna.
Mollie O'Callaghan á nýja ólympíumetið í 200 metra skriðsundi kvenna. AFP/Francois-Xavier Marit

Mollie O'Callaghan vann gull og sló í leið ólympíumetið í 200 metra skriðsundi kvenna í París í kvöld. 

Metið tók hún af samlöndu sinni Ariarne Titmus sem hafnaði í öðru sæti. Hún er heimsmethafinn og átti áður einnig ólympíumetið. 

O'Callaghan kom í mark á tímanum 1:53,27 mínútur en met Titmus var 1:53,50 mínútur. 

Heimsmet Titmus er hins vegar mun betra en það setti hún í Brisbane fyrr í sumar. Þá kom hún í mark á tímanum 1:52,23 sekúndur og sundið í kvöld því ákveðin vonbrigði. 

Í þriðja sæti varð Slobhan Bernadette Haughey frá Hong Kong. 

O'Callag­h­an eru langbestu sundkonur heims í 200 metra skriðsundi en heimsmetið sem Titmus setti tók hún einmitt af O'Callag­h­an

Ólympíumeistarinn Mollie O'callaghan fagnar með löndu sinni Ariarne Titmus, heimsmethafanum.
Ólympíumeistarinn Mollie O'callaghan fagnar með löndu sinni Ariarne Titmus, heimsmethafanum. AFP/Jonathan Nacstrand
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert