Ungverjar of sterkir fyrir Argentínu

Ungverjar fagna eftir leik.
Ungverjar fagna eftir leik. AFP/Aris Messinis

Ungverjaland hafði betur gegn Argentínu, 35:25, í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París í kvöld. 

Ungverjar eru með tvö stig í fjórða sæti B-riðilsins en Danir og Norðmenn deila efstu tveimur sætunum með fjögur stig. Egyptar eru í þriðja með tvö líkt og Ungverjaland og Frakkland og Argentína eru í fimmta og sjötta sæti án stiga. 

Bence Irme skoraði sjö mörk fyrir Ungverja en Mikolos Rosta skoraði fimm mörk. Hjá Argentínu var Pablo Simonet markahæstur með fimm mörk. 

Ungverjar mæta Noregi í næsta leik en Argentína mætir Danmörku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert