Anton fimmtándi í 200 m bringusundi

Anton Sveinn McKee eftir sundið.
Anton Sveinn McKee eftir sundið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anton Sveinn McKee hafnaði í 15. sæti í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París.

Anton synti í undanúrslitunum rétt í þessu og hafnaði í áttunda og síðasta sæti í seinni riðlinum á 2:10,42 mínútum eftir gríðarlega jafnan endasprett.

Sextán sundmenn sem komust áfram úr undanrásunum í morgun kepptu um átta sæti í úrslitasundinu sem fer fram annað kvöld klukkan 20.30.

Anton synti á 2:10,36 mínútum í undanrásunum í morgun og var þá með níunda besta tímann. Íslandsmet hans er 2:08,74 mínútur.

Anton hefði þurft að synda á 2:09,88 mínútum til að ná áttunda sætinu og komast í úrslitasundið. Hann var skráður inn á leikana með 2:09,19 mínútur en sá tími hefði fært honum fjórða sæti í undanrásunum.

Anton Sveinn McKee á fullri ferð í kvöld.
Anton Sveinn McKee á fullri ferð í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
Anton Sveinn McKee stingur sér í 200 metra bringusundinu í …
Anton Sveinn McKee stingur sér í 200 metra bringusundinu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert