Anton: Væru engir Ólympíuleikar án hennar

Anton Sveinn McKee í lauginni í París.
Anton Sveinn McKee í lauginni í París. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anton Sveinn McKee er á sínum fjórðu og síðustu Ólympíuleikum í París en hann hefur verið fremsti sundmaður Íslands undanfarin ár.

Hann keppir í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi, í dag sem verður síðasta greinin sem hann keppir í á Ólympíuleikum.

Móðir hans, Helga Margrét Sveinsdóttir, er mætt til Parísar að fylgja Antoni síðustu skrefin á glæsilegum ferli.

„Hún er minn stærsti styrktaraðili og það væru engir Ólympíuleikar án hennar og enginn árangur ef ekki væri fyrir hennar bakland. Að hafa hana nálægt er tilfinning sem hlýjar manni að innan. Maður vill gera mömmu stolta,“ sagði Anton við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert