Erdogan fordæmir Ólympíuleikana

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. AFP/Kent Nishimura

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur fordæmt Ólympíuleikana fyrir að „gera lítið úr kristnum gildum“.

Á setningarathöfn Ólympíuleikana var sýnt atriði þar sem dansarar og dragdrottningar stillu sér upp og minntu á síðustu kvöldmáltíðina, síðustu máltíð sem Jesú er sagður hafa átt með postulum sínum. 

Margir hafa gagnrýnt atriðið og fordæmt Ólympíuleikana í leiðinni. Þá hafa háttsettir embættismenn í bandarísku ríkisstjórninni sagst ætla að sniðganga Ólympíuleikana eftir atriðið. 

Erdogan Tyrklandsforseti er einn þeirra sem hefur látið í sér heyra eftir atriðið en hann sagði það gera lítið úr kristinni trú. 

„Þetta er siðleysi gagnvart öllum kristnum mönnum,“ sagði Erdogan meðal annars og ætlar hann að ræða við Frans páfa um þetta mál. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert