Nadal stefnir ótrauður á verðlaun

Rafael Nadal einbeittur í leiknum í kvöld.
Rafael Nadal einbeittur í leiknum í kvöld. AFP/Martin Bernetti

Spánverjinn gamalreyndi Rafael Nadal er enn með í verðlaunabaráttu á Ólympíuleikunum í París eftir að hann og Carlos Alcaraz komust í átta manna úrslitin í tvíliðaleik í tennis í kvöld.

Nadal féll út gegn Novak Djokovic í annarri umferð í einliðaleik í gær en þeir Alcaraz stefna ótrauðir á að fara alla leið í tvíliðaleliknum.

Þeir unnu Hollendingana Tallon Griekspoor og Wesley Koolhof 6:4, 6;7, 10:2, í leik sem tók tæplega hálfa þriðju klukkustund frammi fyrir  roðfullum velli.

Nadal, sem m.a. hefur unnið Opna franska mótið 14 sinnum, hefur glímt við meiðsli undanfarin ár og er dottinn niður í 161. sæti á heimslistanum. Eftir tapið gegn Djokovic kvaðst hann ætla að taka ákvörðun um framtíð sína í íþróttinni að Ólympíuleikunum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert