Spennutryllir Frakka og Japana

Victor Wembanyama vat atkvæðamikill í liði Frakklands.
Victor Wembanyama vat atkvæðamikill í liði Frakklands. AFP/Sameer Al-Doumy

Frakkland hafði betur gegn Japan, 94:90, í körfubolta karla eftir spennutrylli á Ólympíuleikunum í París í dag. 

Franska liðið er þar með komið með fjögur stig en Japan er enn án sigurs. 

Japan mætir Brasilíu í síðasta leik riðilsins en Frakkland mætir Þýskalandi. 

Eftir að Frakka höfðu verið yfir mest allan leikinn náðu Japanir að knýja fram framlengingu í fjórða leikhluta. 

Franska liðið var aftur á móti sterkari í framlengingunni, vann hana 10:6 og að lokum 94:90. 

Ungstirnið Victor Wembanyama fór enn einu sinni á kostum með franska liðinu og skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar. 

Hjá Japan var Yuki Kawamura stórkostlegur og skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. 

Yuki Kawamura var magnaður í liði Japans,
Yuki Kawamura var magnaður í liði Japans, AFP/Thomas Coex
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert