Vakin eldsnemma af lyfjaeftirlitinu

Guðlaug Edda Hannesdóttir er á sínum fyrstu Ólympíuleikum.
Guðlaug Edda Hannesdóttir er á sínum fyrstu Ólympíuleikum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug Edda Hannesdóttir er mætt á sína fyrstu Ólympíuleika en hún keppir í þríþraut á Ólympíuleikunum í París.

Strangt lyfjaeftirlit er á leikunum og hefur Edda verið vakin í tvígang klukkan 6 á morgni til að fara í lyfjapróf.

„Það er frábært að það sé strangt lyfjaeftirlit en ég er búin að vera vakin klukkan sex tvisvar í þessari viku. Maður sefur ekkert það vel.

Þetta er mikið af nýjum hlutum sem maður hefur ekki upplifað áður. Maður reynir að gera sitt besta með þau spil sem maður hefur,“ sagði Edda við mbl.is.

Hún á að hefja keppni í þríþrautinni klukkan sex í fyrramálið að íslenskum tíma, átta að staðartíma í París.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert