Ætlaði ekki að keppa en varð síðan ólympíumeistari

Sarah Sjöström er ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi.
Sarah Sjöström er ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi. AFP/Manan Vatsyayana

Reynsluboltinn og heimsmethafinn Sara Sjöström er ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi. 

Hún vann 100 metra skriðsundið í kvöld á tímanum 52,16 sekúndur og varð aðeins 13 sekúndubrotum á undan þeirri bandarísku Torri Huske. 

Sjöström er 30 ára gömul og sló heimsetið í Búdapest árið 2017 þegar hún synti á 51,71 sekúndu. 

Sjöström ætlaði fyrst ekki að keppa í 100 metra skriðsundi en hún breytti um skoðun í aðdraganda leikana, samkvæmt AFP. 

Hún vann sitt fyrsta gull í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í kvöld en hún er þá komin með fimm gullverðlaun alls á Ólympíuleikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert