Bretinn vann þríþrautina eftir hörkukeppni

Alex Yee með gullverðlaunin í dag.
Alex Yee með gullverðlaunin í dag. AFP/ Anne-Christine Poujoulat

Bretinn Alex Yee er Ólympíumeistari í þríþraut eftir frábæran lokasprett í hörkukeppni í karlaflokki í dag.

Yee kom í mark á 1:43,33 aðeins sex sekúndum á undan Hayden Wilde frá Nýja-Sjálandi. Franski Léo Bergere fékk bronsverðlaun en hann kom í mark tíu sekúndum á eftir Yee. Það munaði aðeins 25 sekúndum á fyrsta og sjötta sæti í karlaflokki.

Keppni í kvennaflokki fór fram fyrr í dag en þar vann heimakonan Cass­andre Beau­grand en Ju­lie Derron frá Sviss kom einnig í mark sex sekúndum á eftir henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert