„Clark Kent“ stal senunni í áhaldafimleikum karla

Stephen Nedoroscik á bogahesti.
Stephen Nedoroscik á bogahesti. AFP/Gabriel Bouys

Bandaríska karlalandsliðið í fimleikum vann á dögunum til verðlauna í liðakeppni í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum síðan 2008.

Bandaríska karlalandsliðið hefur ekki verið jafn sigursælt og kvennaliðið og bronsverðlaunin sem liðið vann voru þau fyrstu í 16 ár.

Japan lenti í 1. sæti með 259,594 í einkunn samanlagt, Kína var í öðru sæti með 259,062 í einkunn en aðeins 0,532 munaði á liðunum.

Í þriðja sæti voru Bandaríkin með 257,793 í einkunn. Stephen Nedoroscik sem keppti einungis á bogahesti fékk mikla athygli en hann sat með gleraugun sín og með lokuð augun að bíða eftir hans tækifæri.

Hann stóð sig vel og keppir til úrslita á bogahesti seinna í dag.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert