Edda beint í sjúkratjaldið

Guðlaug Edda Hannesdóttir fyrir keppnina í morgun.
Guðlaug Edda Hannesdóttir fyrir keppnina í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir þurfti á aðhlynningu að halda eftir að hún lauk keppni í þríþraut á Ólympíuleikunum í París í morgun.

Edda gat klárað og endaði í 51. sæti en hún datt illa á hjólinu á sleipri braut­inni og fór beint í sjúkratjaldið eftir keppnina.

Örnólfur Valdimarsson, læknir Íslands í ferðinni, er að sinna Eddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert