Guðlaug Edda Hannesdóttir er á meðal þátttakenda í þríþraut á Ólympíuleikunum í París en keppni hennar hefst klukkan 6.
Mikil óvissa hefur ríkt yfir keppninni þar sem mengunin í ánni Signu, þar sem sundhluti keppninnar fer fram, hefur verið of mikil. Var karlakeppninni í gær t.a.m. frestað um einn dag.
Edda, eins og hún er jafnan kölluð, fékk að vita það klukkan 4 í nótt að keppni í kvennaflokki færi fram á upprunalegum tíma. Hefur undirbúningurinn fyrir keppni á fyrstu Ólympíuleikunum því verið skrautlegur.