„Hæfileikalausir, latir, Ólympíumeistarar“

Bandaríska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum.
Bandaríska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum. AFP/Loic Venance

Simone Biles og stöllur í bandaríska landsliðinu í áhaldafimleikum eru Ólympíumeistarar í liðakeppni kvenna.

MyKayla Skinner, sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021, hafði enga trú á bandaríska kvennalandsliðinu fyrir mótið sem sagði að fyrir utan Simone Biles væru hæfileikar liðsins ekki jafn miklir og þeir voru.

„Fyrir utan Simone Biles eru hæfileikar liðsins ekki eins og þeir voru. Augljóslega leggja fimleikakonur ekki jafn mikla vinnu í þetta, þeim vantar vinnusemi.

Stelpurnar leggja ekki hart af sér og það er erfitt að láta þær gera það út af nýju reglunum (SafeSport). Þjálfarar geta ekki ýtt á iðkendur eins og þeir gerðu áður sem er að sumu leyti gott en í fimleikum þarftu að vera grimmur,“ sagði Skinner í YouTube myndbandi.

Nýju reglurnar sem Skinner talaði um, SafeSport, voru gerðar til þess að koma í veg fyrir líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fimleikum.

Biles svaraði henni fyrir leikana og skrifaði „það þurfa ekki allir hljóðnema“ á samfélagsmiðlinum Threads.

Post by @simonebiles
View on Threads

Eftir að gullið var í höfn setti Biles mynd inn á samfélagsmiðilinn Instagram og skrifaði „hæfileikalausir, latir, Ólympíumeistarar“ sem er líklegast skot á Skinner.

View this post on Instagram

A post shared by Simone Biles (@simonebiles)





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert